28.5.08

til og frá flugvelli

Í gær bætti ég við kafla með þessu spennandi heiti á parisardaman.com Hann er sem sagt neðstur núna í Hagnýtum upplýsingum.

Ég hef dedúað örlítið í vetur við narðarkaflann. Það vantar margt inn ennþá, nerðir eru svo margslunginn hópur.
Allar hugmyndir að sérvöruverlsunum sem nerðir gætu leitað að eru velkomnar. Ég er komin með tónlistina, bæði til hlustunar og iðkunar, sem er stór kafli. Bókabúðir með bækur á ensku fá sitt pláss vitanlega. Svo er ég með flugdrekabúð og "goth"-búð sem hentar heiðingjum og miðalda- og víkingaáhugamönnum líka ásamt einhverju fleiru. Ég ætla að setja inn kafla um búsáhaldaverslanir fyrir nerði eins og Nönnu.
Svo var spurning með esóterík, er til íslenskt orð yfir þá fræðigrein?

Hver er þín ástríða, herra eða frú nörður? Eða á ég að segja njörður?

nörður - nörð - nerði - narðar

nerðir - nerði - nörðum - narða

EÐA

njörður - njörð - nerði/nirði - njarðar?

Lifið í friði.