8.4.08

skjár einn á morgun sem er eiginlega hinn

Var minnt á það enn og aftur og óþyrmilega hvað tíminn líður hratt:
Mín fögru afkvæmi, ásamt ýmsum öðrum afskaplega vel heppnuðum franskíslenskum börnum verða í sjónvarpinu 9. apríl sem er tæknilega séð á morgun því hér er komið fram yfir miðnætti. En 9. apríl er sem sagt miðvikudagurinn.
Skjár einn klukkan eitthvað, það get ég verið viss um. Þátturinn heitir Fyrstu skrefin.

Reyndar eru þetta ekki fyrstu skref dóttur minnar í sjónvarpinu, ég man ekki hvort ég skrifaði um það hér, en ég seldi dóttur mína auðvaldinu fyrir jólin, hún kom fram í auglýsingu frá tryggingafyrirtæki sem gerist í París.

Börnin mín sjást líklega vel í þættinum því þau hittu tökuliðið óforvarendis í metró á leiðinni í skólann og voru því notuð í senuna: Svona förum við í skólann í metró. Verst að fjölmiðlasjúka móðirin sem aldrei borgar fyrir auglýsingar (the kids need their shoes) var fjarri góðu gamni, föst í vinnu.
En þið sjáið aðrar myndarmömmur og náttúrulega flottasta pabbann að öllum líkindum bregða fyrir.

Lifið í friði.