8.4.08

gígantískt

Ég er gígantískt óskipulögð en samt næ ég að skipuleggja heilu prógrömmin fyrir hópa með rútum, veitingahúsum og öllu tilheyrandi, hvað þá að senda reglulega út auglýsingabréf til nýlendunnar ásamt því að sjá til þess að hér sé sæmilega hreint á rúmum og alltaf til hrein nærföt á alla, matur á réttum tíma (ekki alla daga, þar er liðsafli í manninum mínum) et cœteri et cœtera.

Hins vegar klúðra ég sumu sem ég þarf að gera alveg glæsilega, fresta fram á síðustu stundu eða ýti á undan mér óþolandi lengi ef engin er tímapressan.

Líklega erum við öll svolítið svona, ég veit í það minnsta að ég er ekki ein um þetta syndróm.

Nú fer ég að sofa þó ég hafi ekki klárað allt sem ég hefði viljað klára í dag. Á morgun er langur dagur með miklu labbi, vonandi þó ekki í slabbi.

Lifið í friði.