hljóð eða hávaði
Ég læt börnin mín sitja og glápa meðan ég reyni að leysa beygs- og morðþraut dagsins. Búin að melta þetta verkefni í þrjá daga. Ég get alveg sett orðin upp í töflu og sagt hvað ég á að nota í þáttagreininguna. Það sem vefst fyrir mér er eitt lítið orð í lokin: RÆÐIÐ. Nú sit ég hér og reyni að ræða. Ræða. Já, einmitt.Fyrst horfðu börnin á einhverja mynd, líklega framhaldið um Litlu hafmeyjuna úr verksmiðju Disney, ég þori ekki að fara með það en mér finnst ég hafa heyrt óm af lokalaginu áðan. Svo var Latibær settur í tækið. Hljóðin eru skyndilega yfirþyrmandi óþægileg og truflandi. Þessir þættir eru virkilega agressífir, a.m.k. fyrir þá sem eru jafn viðkvæmir gagnvart áreiti og ég er.
Lifið í friði.
<< Home