4.3.08

og önnur öfund

Hin öfundin er bókamarkaðurinn. Reyndar er ástandið á bankareikningum fjölskyldunnar líkt og grafið hafi verið heljarinnar snjóhús í þá en samt fæ ég fiðring þegar ég les montblogg um ferðir þangað. Ha? Ég að lesa blogg? Ó, nei, ég er að skoða lágmarkspör, afbrigði og ýmislegt fleira spennandi, alveg einbeitt og dugleg svo ég komist nú í sveitina til barnanna á eftir.

Ógn og skelfing er þó að grípa um sig í huga mér varðandi lítinn hóp sem ég þarf að koma fyrir á hóteli, fæ tómar neitanir og er farin að sjá fram á að þau verði bara að gista hér hjá mér. En eins og sonur Baunarinnar sagði: Sátt mega þröngir sitja.

Lifið í friði.