hlustun
Það er alveg ólýsanlega miklu betra að hlusta á tímana í sinni eigin tölvu í öryggi eigin heimilis. Hvað t.d. ef tölva vina minna crashar (er til íslenskt orð, hrynur?) meðan ég er að hlusta? Öll þeirra skjöl hverfa? Er ég þá sek?EN áðan var ég búin að hlusta á fyrsta hálftímann af tíma frá föstudeginum og þá stoppaði allt og enginn vegur að gera annað en að byrja upp á nýtt. Það gerði ég æðrulaus og allt stoppaði eftir ca tíu mínútur. Þannig að nú er ég að hlusta á fyrsta korterið í þriðja sinn, sem er kannski að einhverju leyti ágætt, límheilabarnið sem ég var er ekki lengur til staðar, nú þarf ég að stauta mig fram úr lestrarefninu upphátt til að eitthvað nái að síast inn, en samt... ég þurfti líka að hlusta á fyrsta hálftímann frá tímanum á miðvikudaginn tvisvar. Frekar frústrerandi. Og í raun erfitt að vera að lesa eða gera annað á meðan því ég get ekki fengið neins konar tilkynningu þegar upptakan er komin að þeim stað sem ég þarf að byrja að hlusta. Jú, ég get hlaupið og sett í vél, gengið frá kampavínsglösunum inn í skáp og bloggað smá. En ég er áfram í fýlu. Notaði samt hástafi núna, þó ástandið sé lágstaflegt.
Lifið í friði.
<< Home