9.6.07

saturday night fever

Ég á mjög auðvelt með að rifna úr monti yfir afrekum annarra. Í alvöru talað. Ég held að þetta sé dálítið sjúkt. En kannski er þetta bara allt í lagi og tengist því að ég er alltumlykjandi móðir alls.

Ég er svo þreytt að ég er að leka niður, það er ekkert í sjónvarpinu, börnin sofnuð og ég get alveg skriðið upp í rúm. Vandamálið er að maðurinn minn er á rugby-leik og ég get ekki sofnað þegar hann er ekki heima. Sem betur fer á hann ekki við þetta vandamál að stríða enda kemur það oftar fyrir að ég skrepp út á lífið án hans og stundum er ég ógurlega seint á ferðinni.
Hann er svona týpa sem sofnar áður en hann leggur höfuðið á koddann. Ég er svona týpa sem ligg og velti mér með hann hrjótandi við hlið mér (og viðurkenni fúslega að stundum langar mig að meiða hann). Svo verð ég ógurlega myrkfælin þegar hann er ekki heima að vernda mig (þá væntanlega með hrotum sínum).

Lifið í friði.