mér finnst
Mér finnst í raun og veru ekkert ógeðfellt að hægt sé að auglýsa GEGN einhverjum frambjóðanda, meðan frambjóðendur geta sjálfir keypt svo og svo mikið af auglýsingum, látið prenta svo og svo marga pésa og dreifa í hús og sýnt er að greinilegt samband er milli auglýsingakaupmáttar frambjóðanda og útkomu í kosningum.Nú hef ég ekki séð neinar almennilegar kannanir á því á Íslandi hvort það sé samband milli fjárstyrks og kosningagengis, en oft er bent á slíkar staðreyndir hér í útlandinu mínu franska.
Rétt finnst mér þó að taka fram í lokin að mér finnst öll þessi auglýsingamennska í kringum stjórnmál ógeðfelld, sem og þegar þau verða of persónuleg. Fyrir mér eiga stjórnmál fyrst og fremst að snúast um stefnuskrár og flokka, ekki einstaklinga.
Á ekki alltaf að segja það sem manni finnst? Það segir mamma.
Lifið í friði.
<< Home