15.5.07

sek i maganum

Ég er sómakona, má varla vamm mitt vita, geri varla flugu mein og sef svefni hinna réttlátu á næturnar.
Samt herptist maginn í mér saman þegar maðurinn sagðist hringja frá lögreglustöðinni í 15. hverfi eftir að hafa beðið um Madame Genevois í símann, en það er ég svona þegar mér hentar í útlandinu.
Mér leið strax eins og nú væri búið að ná mér. Nú væri komið að skuldadögum og hvað hafði ég eiginlega að segja mér til varnar?
Mér létti stórum þegar ég skildi á manninum, í gegnum suðið í eyrum mér af skelfingu, að hann var bara að gefa grænt ljós á útitónleika síðar í mánuðinum. Fjúkk. Sloppin í bili.

Lifið í friði.