Rauðkusýning
Allir velkomnir á sýningu NÍNU GAUTADÓTTUR“ÓÐUR TIL RAUÐHÆRÐRA KVENNA Í MYNDLIST”
Sýning Nínu samanstendur af safni u.þ.b 2300 mynda sem hún hefur haldið til haga frá árinu 1988 og eru sýnd með myndvarpa. Verkin eiga það sameiginlegt að sýna rauðhærðar konur í myndlist. Þá hefur Nína valið nokkrar myndir, látið prenta á mismunandi grunna og bróderað með örfínum koparvír í hár þeirra.
Á 16. og 17. öld voru um 20.000 konur í Evrópu brenndar fyrir galdra. Rauðhærðar konur voru oft dæmdar fyrir að hafa verið í tygjum við Satan. Logar vítis áttu að hafa litað hár þeirra. En myndir Nínu eru þó ekki af galdrakonum, heldur af rauðhærðum konum eins og listamennirnir túlkuðu þær hver á sínum tíma, allt frá forn-Egyptum og fram á okkar dag.
Ásvallagata 59, 101 Reykjavík
Opið þri-su kl. 14-18 12. maí -27. maí 2007
s.551 06 55 – 869 22 25
<< Home