9.5.07

byltingin

Jú, það eru víst brotnar rúður á Bastillunni á hverju kvöldi. Þar er byltingin kannski að hefjast á ný, alveg eins og fyrir rúmum 200 árum. Hver veit?
Sarkozy er á lúxusskútu við Möltu að hvíla sig eftir átökin, kosningabarátta tekur ekki bara í budduna, leggst líka á sálina. Eins gott að maðurinn hvíli sig því síðan þarf hann að geta sýnt óánægðum í tvo heimana. Hann er jú sílofandi tolerance zero.

Hann hefur annars meiri lífvörslu í kringum sig en Bush þegar hann fer til Íraks. Merkilegt? Það finnst mér.
París hefur náttúrulega alltaf verið talin hættuleg borg, hættuleg yfirvaldinu. Parísarbúar segja hvað þeim finnst og gera það sem þeim sýnist. Þess vegna er t.d. mjög stutt síðan hér var farið að kjósa borgarstjóra, yfirvaldið taldi öruggara að sú staða væri sett af því sjálfu. Chiraq var þannig fyrst lýðræðislega kjörni borgarstjórinn í París. Náði þá kjöri með atkvæðum látinna og brottfluttra og nú sitjum við hér og látum sem við söknum hans.

Lifið í friði.