24.5.07

bla bla bla

Ég talaði í tvo klukkutíma í síma áðan við vinkonu mína. Ég hefði svo sem getað haldið áfram í allan dag og alla nótt en hendin á mér var í maski, ég hafði ekki einu sinni hirt um að skipta um hendi og eyra við og við. Sat bara eins og klessa með tólið límt við sama eyrað í 120 mínútur án þess að hreyfa fingurna. Geri aðrir betur.
Kannski má líka taka fram að netsíminn minn slítur samtali eftir 120 mínútna samtal og hefur nokkrum sinnum gert það við mig, annars vissi ég það ekki, döh.
Svo má náttúrulega líka upplýsa ykkur um að við leystum ekki lífsgátuna. Ég endurtek: Við leystum ekki lífsgátuna. En við höfum vaxið og þroskast, um það getum við báðar verið sammála.

Lifið í friði.