á ég?
Á ég að vera stolt af sögu Íslands? Mér finnst ég bara algerlega hafa eigið val um það. Mér líður alls ekki eins og ég þurfi að vera mjög stolt af fortíðinni. Hvað með Drekkingarhyl?Jú, jú, ég er stolt af sumu og þakka oft fyrir það að koma frá litlu krúttlandi í fjarska. Mér finnst í raun leiðtt hvað við rembumst við að hætta að vera krútt, hvað okkur langar að verða stór. Íraksstríðsstuðningur er allt of mikið ókrútt fyrir minn smekk. Er ég vondur Íslendingur vegna þess að ég er á móti núverandi ríkisstjórnarstefnu í flestum, ef ekki öllum, málum? Nútímasagan er bara ekki að gera það fyrir mig. Er ég þá andíslensk?
Og hvaða fjandans vesen er þetta svo á ÞJÓÐkirkjunni? Ef ég væri ekki löngu búin að því myndi ég finna mig knúna til að segja mig úr henni. Er ekki kominn tími á aðskilnað ríkis og kirkju þarna uppi á krúttlandi?
Ségolène verður áreiðanlega næsti forseti Frakklands. Hún burstar ekki Sarkó en hún mer út sigurinn.
Lifið í friði.
<< Home