12.4.07

búin

að kjósa. Kaus rétt. Gerið það líka, þið öll hin.

Við fórum saman fjórar Parísardömur og líklega voru bara tvær okkar enn inni á kjörskrá. Hinar tvær eru alls ekki vissar. Ég varð sem sagt að hinu mesta fóli fyrir að hafa vitað um þessa undarlegu reglu að láta fólk detta út af kjörskrá eftir ákveðinn árafjölda í útlöndum og ekki látið þær vita. Ég er sko "big mama" kvennanna hérna og á að vita allt og láta vita því ég fylgist svo vel með, les blogg og vefmiðla og svona. Þær eru meira bara svona blaður á MSN stundum. Ekkert vit í því.
Þessi regla er sérstaklega fáránleg t.d. þegar hugsað er út í að þegar gagnagrunnur með sjúkraskýrslum var settur á laggirnar þurfti að strika sig út, annars fór maður sjálfkrafa inn. Ég get lofað ykkur því að margir Íslendingar búsettir erlendis lentu í þessum gagnagrunni án þess að vilja það og án þess að vita um það.

Jamm. Og nú er ég sem sagt búin að neyta réttar míns eina ferðina enn og finn fyrir sama blessaða biturleikanum og vanalega. Er lýðræðið til? Mun ný ríkisstjórn breyta einhverju? Gerist eitthvað nýtt? Verður ljós?
Ég er hrikalega stressuð yfir þessum kosningum. Næstum jafn stressuð og ég er yfir forsetakosningunum hér sem eru þó alveg að fara með mig. Ég er svo hrædd um að upp úr 1. umferð fari Le Pen og Sarkó að ég er farin að fá martraðir á næturnar yfir því. Ég er alveg viss um það núna að mætti ég kjósa, kysi ég Segolène Royal. Hún er skásti kosturinn. Ekki fullkomin, en langskást. Og verður náttúrulega umkringd góðum sósíalistum á valdastóli.

Veðurfréttir: Hér er a.m.k. 23 stiga hiti og enn glampandi sól þvert á fyrri spár. Helgin verður líklega öll svona.

Og svo að léttari málum: STAKA syngur í París á morgun og hinn og hinn, sjá nánar á PARISARDAMAN.COM.

Það er gaman að vera til.
Það er gaman að vera til.
Það er gaman að vera til.

Lifið í friði.