30.3.07

bitur

Í gær var ég spurð hvers vegna ég væri svona bitur. Ég varð hálfhvumsa, ég tel mig ekki bitra. Ég er stundum ægilega reið út af óréttlætinu, launaþrælkuninni, endalausri rangri forgangsröð og frumskógarlögmálum. Ég er stundum pirruð út af því að mér finnst bæði ég sjálf og fólkið í kringum mig vera syndandi um í þessari óáran án þess að gera neitt í málunum, mér finnst að við eigum að vera að gera eitthvað en ég veit bara ekki hvað.
Og svo sér maður svona:
skoðaðu myndbandið

er nema von að við séum ráðalaus?

Lifið í friði.