3.10.06

allt til fjandans

Allt sem ég var búin að vinna í morgun var að detta út úr tölvunni. Bara af því ég tók mér smá pásu og opnaði einhvern brandara í powerpoint. Ég sem er næstum hætt að lesa þessa brandara sem berast manni í stríðum straumum.
Og ég sem er alltaf að vista skjölin reglulega, en vissi samt þegar ég neyddist til að slökkva á tölvunni að ég hafði líklega aldrei gert það í morgun.

Sem betur fer var þetta aðallega bróderingavinna, laga setningu hér og þar en ég hafði samt bætt við einum frekar löngum kafla og svo man ég að ég breytti einni setningu töluvert til hins betra en get engan veginn munað hvað það var sem ég gerði.
Gaman að þessu. Eins gott að ég á síríus og möndlur. Nú verður tekið til við tröstespisen.

Lifið í friði.