15.9.06

montin

Ég er mjög montin með mig núna. Björn Friðgeir benti mér fyrir þó nokkru síðan á Bloglines. Ég innritaði mig en gerði svo ekkert meira þar sem ég skildi hvorki upp né niður í þessu.
Nú er svo komið að allt of stór hópur á listanum mínum er utan Mikka vefs og mín svo þreytt á þessu að í gær fór ég inn á Bloglines og bara af minni alkunnu snilld sem felst aðallega í heimskulegu áræði en svoleiðis virkar einmitt svo fínt í tölvuheiminum, tókst mér að "rassa" flesta nýliðana.
Ég er líklega gersamlega ófær um að lýsa því hvað ég gerði, en ég gerði það samt. Mæli með þessu.

Í dag ætla ég að vera ýkt dugleg að skrifa og þegar ég er búin að vera ýkt dugleg ætla ég í metró niður í bæ að skoða veitingahús utan frá og sækja um eitt lítið hlutastarf. Þó ég skuldi ekki milljónir í afborganir eins og sumir frílansarar nenni ég ekki að upplifa aftur of magra mánuði í vetur. Hins vegar veit ég ekki hvort gáfulegt sé sækja um vinnu núna þar sem ég er á leiðinni til Íslands í mánuð fljótlega. Well. Sakar ekki að prófa.

Munið að inni í okkur öllum er feit og glöð kona með blóm í hárinu. Þetta á líka við um ykkur, strákar.

Lifið í friði.