26.8.06

Spænskt þema

Í gær var spænskt þema. Fór í Bercy Village sem er eiginlega eins og útlönd í París, a.m.k. eins og maður sé kominn út í sveit á einhvern sumardvalastað. Veðrið var í besta lagi, óforvarendis varð frekar hlýtt og hægt að sitja úti. Fengum okkur gazpacho og salat og hrátt kjöt, ég skinku, vinkona mín naut. Drukkum spænskt vín með. Svo fórum við að sjá Volver eftir góðvin minn Pedro Almodovar.
Penelope er ekki af þessum heimi, hún er svo falleg. Við vinkonurnar vorum í vímu eftir myndina og töluðum varla um annað en fegurð hennar og fullkomleika. Hvað í fjandanum voru konur eins og hún og Nicole að gera með Tom Cruise?

Í dag er grátt, rigning og sól til skiptis, frekar svalt og ég er í vondu skapi. Ein með börnin í allan dag og það er bara hreinlega leiðinlegt þegar veðrið er svona og allir fúlir.
En vonandi lagast það í kvöld. Ég ætla að prófa að horfa á DH með kallinum mínum. Við erum spennt að vita hvort við fílum þetta illa eins og SIC eða vel eins og F.

Lifið í friði.