26.3.06

ritskoðun

Ég ætla að fara eftir ryksjúgandi fótboltamanninum og taka ÁJ einn góðan veðurdag út af Mikkalistanum mínum, því, eins og hann bendir sjálfur á, getur hann ekkert að þessu gert.
Hann gæti náttúrulega, eins og við öll hin, látið bloggfærslurnar sínar í friði. En ég býst við að þetta sé nú samt réttur hans að breyta sínu eigin bloggi eins oft og hann vill.

Ég hef einu sinni breytt færslu. Þá hélt ég um tíma að ég væri að missa góðan vin. Það var hræðilegt.
Annars læt ég allt standa eins og það kemur út úr kúnni. Um daginn las ég fullt af gömlum skrifum í leit að ákveðinni færslu sem ég fann ekki. Annað hvort át einhver ógurlegur ormur þá speki eða ég ruglaðist gersamlega á ártölum eða ég veit ekki hvað. Alla vega varð mér stundum um og ó, hvílíkt rusl sem er að finna þarna.
Munur að vera orðinn reyndur og gamall bloggari núna.
Allt svo fágað, úthugsað og ber merki um andlegt atgervi og þroska.

Færsla númer tæplega fimmhundruð, s'il vous plaît.

Lifið í friði og skál á laugardagskvöldi í boðinu!