26.8.05

tyrkneskur rithöfundur

Ég er sármóðguð því að í morgun áður en nokkur hafði sagt neitt hjá Þórdísi stakk ég upp á því að hann hefði látið kellinguna skúra fyrir sig. Kerfið vildi ekki hugmyndina mína og enginn þeirra sem komst inn er jafn góð. Nema kannski hugmynd Unnar um að Þórdís hafi hreinlega upp á kallskrattanum og að hann svari fyrir sig.
Mér leiðast kommentakerfi sem henda mér út í sífellu.
En hugur minn er hjá sjónvarpslausum Íslendingum í kvöld. Spái því að eftir níu mánuði verði mikið að gera á fæðingardeildinni.

Lifið í friði.