25.8.05

ládeyða

Hvaða lægð liggur yfir bloggheimum? Þórdís með efasemdir, Pulla farin, frábærlega vel skrifaður kveðjupistill Einars Arnar (er ekki með hann í tenglalista þar sem ég uppgötvaði hann nýlega en hann er á blogcentral/amen), mjög sannfærandi um að blogg sé tímaeyðsla og vitleysa... sumir þeirra sem ég setti í listann hjá Mikka eru að drepa mann úr leiðindum (og þetta á ekki við um Þórdísi), ég sjálf er að kálast úr bloggleti og hugmyndasneyðu (er þetta orð?), Dísadrusla farin og svona má áfram lengi telja.
Ég ætla ekki að hætta, mér finnst þetta gaman. Kannski er það líka öðruvísi fyrir mig að ég get ekki tölt niður á Klapparstíg (eða hvaða stíg fer maður á núna?) og hitt fólk sem hefur lesið bloggið mitt og lent í vandræðalegum endurtekningum. Ég kannast hins vegar við söknuðinn að maður nennir ekki lengur að skrifa vinunum, það er leiðinlegur fylgikvilli bloggiðjunnar.
En ég ætla samt ekki að hætta.
En ég ætla samt ekki að skrifa neitt núna, því ég er örþreytt eftir ferðalög. Segi ykkur áreiðanlega frá sveitinni seinna. En Signa varð ekki á vegi mínum í þessari ferð, því miður... hafði eitthvað misskilið lýsinguna. Og veðrið bauð meira upp á síðbuxur en baðstrandarklæðnað. Ein mjög mikilvæg spurning sem þarfnast svara: Er baðstrandarklæðnaður nauðsynlega bikini? Gæti ég komist upp með að klæðast svörtum kufli eins og konurnar í Sádí? Er ekki alveg tilbúin til að ímynda mér mig dillandi mér um á bikini í þrjár vikur á næstunni. Þyrfti að komast í einhvers konar extreme makeover fyrst. Einhverjar hugmyndir að góðri lausn?

Lifið í friði.