21.6.05

sólstöður

Lengsti dagurinn í dag. Til hamingju með það, njótið vel.

Fête de la musique hér í Frakklandi. Tónlist út um allt. Og þeir sem ekki kunna eða vilja spila eiga að dansa, stappa og klappa með. Fínt partý en ég ætla að láta mér litlu dagskrána hér í Copavogure duga því ég nenni ekki niður í miðbæ ein með börnin. Það væri óðs manns æði.

Er það satt að Halldór talaði um að ekki ætti að tala um það neikvæða í þjóðfélaginu á 17. júní? Minnir mig ógurlega á það þegar Björn Bj. þá nýskipaður menntamálaráðherra sló á putta blaðamanns Mbl. fyrir að bera upp spurningar varðandi vandamál menntakerfisins. Honum fannst hreinn óþarfi að vera með barlóm og svartsýni. Það væri nú svo margt gott líka.
Og þetta hrokafulla lið kjósið þið yfir ykkur aftur og aftur!

Lifið í friði.