öryggismyndavélasjónvarp
Ég fékk skemmtilegt símtal í morgun. Svar við atvinnuumsókn. Sjaldgæft að fá slíkt. En það voru lílega ekki margir umsækjendur. Það á að gera þátt um íslenskt sjónvarp í þáttaröð um útlensk sjónvörp. Maðurinn sem ég talaði við var þess fullviss að til væri sjónvarpsstöð á Íslandi sem sýndi beint frá eftirlitsmyndavélum borgarinnar. Er þetta satt?Ég vann einu sinni örlítið fyrir dreng sem gerði stuttmynd um þetta. Hann er franskur og gerði falska heimildarmynd um að svona væri þetta á Íslandi. Fín mynd og fékk verðlaun og allt. En hann tók það fram í enda myndarinnar að allt væri lygi nema stóru hlerunarbelgirnir sem eru nálægt Flugstöðinni í Keflavík. Leifsstöð minnir mig að sá flugvöllur heiti.
Nú spyr ég ykkur bloggarar og sjónvarpsgláparar með meiru: Er tökum úr eftirlitsmyndavélum sjónvarpað á hertzbylgjum á Íslandi? Þetta er alvöru spurning og ég verð að fá alvöru svar.
Varðandi fjölda annarra sjónvarpsstöðva og hlutfalls milli erlends og innlends efni gekk ég auðveldlega í heimildir um það, þökk sé fjölmiðlafrumprumpinu sem gerði allt vitlaust í hænsakofanum fyrir nokkrum mánuðum. Skýrslan er mjög auðlæsileg, stutt og laggóð og fyrirsögnin er tengill í hana. Skemmtið ykkur konunglega!
En spurningin þarfnast svars, þó margt annað í þessari færslu sé grín.
Lifið í friði.
<< Home