meiri tenglar
Ég er frekar dugleg að bæta tenglum þeirra sem ég les í tenglasafnið mitt. Þó eru nokkrir bloggarar sem ég hef stolist til að lesa við og við án þess að tengja inn hjá mér. Meðal þeirra er Ásta Svavars sem ég skemmti mér konunglega við að lesa einhvern tímann í vor þegar Rýnirinn ógurlegi tók hana "í gegn". Þá fann ég lag eftir nemendur hennar um Jón Sigurðsson sem er púra snilld. Ég komst svo aldrei inn í það aftur til að setja tengil og varð eitthvað pirruð. Hins vegar les ég hana stundum. Nú ber svo við að stúlkan var í París á dögunum og kom ekki í ferð með mér. Hm. Frekar móðguð, en hún bætir það upp með frábærri ferðasögu og skemmtilegum myndum. Fyrir þetta fær hún tengil hjá mér.Svo bætti ég líka Huxy við, hana kíki ég stundum á þegar ég er í mikilli lesþörf. Ég held að kannski þekki ég hana, eða kannist við hana öllu heldur, en er ekki alveg viss.
Að lokum bætti ég hinu ofurmenningarlega bloggi Norðanáttarinnar við. Ég er alfarið á móti helmingnum af því sem Tóta pönk skrifar í bloggráðum sínum. Ég bara nenni ómögulega að telja það upp núna sem mér finnst misskilningur á blogginu hja henni, en það sem ég þoli alls ekki í bloggheiminum íslenska sem er, nota bene, ennþá minni en Ísland sjálft þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur hvað hann er lítill, er þetta skjallbandalagsfyrirbrigði. En mér finnst HS samt nokkuð glúrinn og skemmtilegur og því allt í lagi að bæta honum við.
Það mætti koma fram að ég fann söguna hennar Ástu í gegnum mikkalistann hennar Farfugls sem hún er búin að bæta glæsilega við á síðuna sína. Mig langar líka í svona. Hvernig gerir maður?
Lifið í friði.
<< Home