29.5.05

grein um optimistann

Það er bæði hollt og gott að monta sig af vinum sínum. Því geri ég það hér með. Eins og vanalega er það fyrirsögnin sem er tengillinn, eina leiðin fyrir mig til að gera tengla í pistlunum.

Annars er maður bara að ná sér eftir að seinni gesturinn fór í morgun. Nú er kominn tími á að taka barnaherbergið í endurskoðun. Þarf að fara í gegnum alla þessa dótakassa og hillur og gefa eitthvað af þessu dóti. Helst myndi ég vilja sjá allt fara nema bækurnar og legókubbana. Og barbídúkkuna og hinar dúkkurnar. Og púsluspilin. Og rugguhestinn... þetta verður erfitt verkefni enda er ég ekki góð í að henda út, frekar svona alltaf að berjast við safnarann í mér.

Veðrið hefur verið hiti og hiti og í dag átti að rigna en hann hékk þurr og ofurþungur. Springur líklega einhvern tímann í kvöld eða nótt með þrumum og eldingum.

Hef ekkert heyrt af útskrift versló í gær sem átti víst að taka 4 klukkutíma.

Hef nákvæmlega ekki neitt að skrifa um. Man að ég var eitthvað voða mikið að pæla í sturtu í gær og hugsaði að ég yrði að blogga um þetta en ég get ekki með nokkru móti munað hvað það var.

Lifið í friði.