18.2.05

botn fenginn í málið?

Þennan fyrripart var mér att út í að botna:

"Firna nærir fjarlægðin
föðurlandsástina vel."

Mér þótti verkið erfitt og sóttist það seint en hér kemur svarið:

Hégómi þótti heimsfrægðin
Heim rauk Sæm'á sel.

Ég viðurkenni það að heim og heim þarna tvisvar er ekki það sem best verður á kosið. En dóttir mín er að sturlast úr sambandsleysi mínu. Nú mega aðrir njóta sín, betri skáld en ég.

Lifið í friði. Lifi ljóðið.