9.11.04

yfirgengilega pirrandi

AAARRRGGGGHHH! (næ ég Gretti ekki vel?)
Ég þoli ekki bloggara sem eru ekki með haloscan kommentaskjóður. Ég er hundrað sinnum búin að segja Emblu að ég get ekki skilið eftir komment hjá henni og nú var pönkamman svala með stórgóðan pistil og Embla með stórgott svar og mitt svar við því verður bara að birtast hér: Jú, tvennt er verra: 1. Blá og marin kona með sílíkon brjóst í g-streng og pinnahælum. 2. DAUÐ kona með sílíkon brjóst í g-streng og pinnahælum.

Og uppglenningurinn mætti líka fá sér haloscan, n'est-ce pas? Bara fara inn á haloscan.com og láta leiða sig í gegnum þetta alveg eins og þegar maður opnar bloggsíðuna sína.

Ég er andvaka og klukkan er þrjúfimmtán og Kári hefur vaknað klukkan fimmþrjátíu undanfarið og reikniði nú. Reyndar fer nú pabbinn yfirleitt fram með hann, en maður vaknar samt, mamman alltaf með andvara á sér og það allt...

Annars var ég ekki búin að vorkenna mér opinberlega eftir að hafa skroppið í forgarð vítis á föstudaginn. Fór í flugvél ein með börnin tvö með gubbupest í fullum gangi og drengurinn líka gubbandi. Hann gubbaði beint á mig tvisvar, ég fyllti nokkra svona pappírspoka sem hafa alltaf fengið mig til að glotta hingað til. Lofa því að glotta aldrei aftur og ætla SKO að senda hrósbréf til starfsmannastjóra Æslander, flugfreyjurnar voru yndislegar og gerðu allt sem þær gátu til að auðvelda mér ferðina. Þar sem vélin var full og margir í voða góðum gír að fá sér meira og meira að drekka, þurftu þær að vera þolinmóðar bargellur og brosa blítt að ódauðlega brandaranum: "má ég kannski borga með jólakorti?" á milli þess sem þær hjúkruðu dauðveikri og líklega smitandi móðurinni með kjökrandi börnin og tóku þunga vel fyllta bréfpokana í burtu án nokkurra svipbrigða. Niðurlæging mín var mikil, mig langaði voðalega að geta horfið ofan í holu þar sem enginn gæti séð mig.

En þetta er búið, kláraðist m.a.s. í tíma fyrir gott útstáelsi með tilheyrandi drykkju á laugardagskvöldinu. Maður er svo harður og vanur, bæði í uppköstum og drykkju að smá harðsperrur í maganum gátu ekki stöðvað mig frá því að hitta fólk sem átti leið um bæinn bara þessa helgi.

Yndislegt að vera kominn aftur til Parísar. Langt frá Bush og Davíð og Birni og Þórólfi. Mér finnst að Ingibjörg Sólrún eigi ekki að taka við borgarstjóranum aftur, mér finnst hún eigi að flytja til Parísar. Og þið hin líka. Komiði!
Ekki hægt að vera þarna á Íslandi króknandi úr kulda, drukknandi í olíupolli með kjúklingaskítseyði í hermannahetjuleik á forsíðum allra blaðanna eins og þau væru öll orðin DV (blöðin sko). Komiði hingað!
Og ef þið eruð í vafa, lesið þá Uppglenninginn, hér er hægt að skoða löggur og barnunga hermenn og sjá umferðarslys og gaman gaman!!!

Farin inn í rúm að lesa Edith Piaf ævisöguna sem ég reyndi að sofna yfir áðan en tókst ekki. Horfði á þrjá þætti úr þriðju seríu af 24, kannski það skýri spennuna í mér. Djís, það sem hann lendir ekki í hann Bauer ma'r.

Lifið í friði.