22.10.04

Næturgalinn

Er að fara að hitta vinkonu mína Edith Piaff í kvöld. Hlakka mikið til, miklar væntingar bundnar við stykkið, enda margir ferðalangar og vinir búnir að lofsyngja söng og leik konunnar.
Fór annars að sjá Línu Langsokk um daginn og hún sveik ekki. Vorum himinlifandi mæðgurnar og erfitt að útskýra fyrir barninu að við getum ekki hitt Línu á hverjum degi.
Kennaraverkfallið er annars það eina sem kemst að hjá mér, þó aðalfréttin hafi verið um þjóðaratkvæðagreiðslu um blóm landsins þar sem Hofsóley vann með 21.000 atkvæðum. Að sjá ráðherra og prúðbúna klappa þarna í salnum var svo hlægilega grátlegt að Buster Keaton og Chaplin mættu fara að vara sig.
Lifið í friði.