11.11.04

Lína Langsokkur

Ég hlusta á Línu Langsokk syngja um apann sinn og hvað það er gaman að vera til um það bil 400 sinnum á dag. Viðurkenni að þetta er skárra en ef hún væri farin að hlusta á Nælon eða Kryddpíurnar, en gvvvuð hvað maður verður allt í einu þreyttur þegar lagið byrjar í tuttugasta og tólfta sinn.

Sendi bréf til Æslander í þjónustudeild og þakkaði fluffunum og sagði að þær væru rósir í hnappagat flugfélagsins. Fékk þakkarsvar til baka sem kemur frá deild sem heitir "complaints". Ef ég skil rétt, þýðir það kvartanir. Ætli þeir fái of fá hrós til að vera með "compliment department"? Hm...

Annars er það helst í fréttum að skyndilega er Blogger.com kominn á frönsku. Nú fæ ég "créer" í staðinn fyrir "create" o.s.frv. Maður stöðvar ekki framfarirnar.

Hugsum öll fallega til Yasser Arafats og fégráðugu konunnar hans og örvæntingarfullu þjóðarinnar hans.

LIFUM Í FRIÐI!