16.7.08

París ókeypis - París ódýr

Ég var búin að setja inn kaflann Ókeypis í París inn á vefsíðuna mína fyrir löngu síðan.
Hins vegar á ég eftir að koma með kaflann Ódýrt í París, en hér kemur eitt atriði (kannski verður það eina atriðið, ég leita dyrum og dyngjum að ódýru í París, en erfitt er að finna slíkt):

Skoða París með venjulegan metró/strætómiða að vopni:
Á síðu Upplýsingamiðstöðvar Parísarborgar er að finna ábendingar á ensku um bestu strætisvagnaleiðirnar til að sjá helstu ferðamannastaði borgarinnar.
Farið í "maps and transports" og smellið á stóra mynd sem segir "explore paris on the bus". Þetta er slóðin beint þangað.

Svo gleymi ég alltaf að segja ykkur að það er víst mynd af mér hvíthærðri og uppstrílaðri í matarboði í nýjasta Gestgjafanum.

Lifið í friði.