11.7.08

litli blái bíllinn

Ég er orðin stoltur eigandi fagurblárrar Citroën Xsara. Þegar ég ók henni heim, fann ég að hún er dálítið meiri kassabíll en mér fannst þegar ég prufukeyrði um daginn. Maður verður kannski vandlátari þegar búið er að reiða fram 2.800 evrur.
En hún er samt alveg akkúrat það sem ég þarf. Kraftlítil og smá rispuð, glansandi fín með útvarp og kassettutæki, loftkælingu og vökvastýri, loftpúðum og einhverjum öryggisbremsum (það var gamall karl sem átti hana á undan mér).
Ég er aðallega dauðfegin að þetta mál er í höfn. Djöfull er leiðinlegt að hringja í gaura sem auglýsa bíla til sölu.

Hvað er annars að frétta af Paul Ramses? Ætla yfirvöld ekki að gera neitt í málinu? Ætlar Ingibjörg Sólrún ekki að redda þessu?

Og hvernig stendur á því að ég fékk ekki sjúkdómspælingakomment hér á undan? Er öllum skítsama um að ég sé á grafarbakkanum?

Ég er farin í bæinn.

Lifið í friði.