29.5.08

fórnir

Ég man alltaf eftir því þegar ég sá fyrstu John Woo myndina í bíó. Tveir þriðji hluti áhorfenda gekk út áður en myndinni lauk. Ég sat hins vegar límd við sætið og notaði frasann "ça chauffe à la maternité" lengi vel. Annar góður frasi úr John Woo mynd er: "On ne fait pas d'omelette sans casser des œufs".

Getur einhver sagt mér hvort þessi maður er djók eða ekki?

Lifið í friði.

p.s. þýðingar og útskýringar:
"ça chauffe à la maternité" : "það er farið að hitna í kolunum á fæðingardeildinni" segir aðalsöguhetjan þar sem hann berst með hríðsotabyssu við menn með hríðskotabyssur yfir spítalavöggum fullum af börnum, með eitt ungabarnið í fanginu, sem hann greip þegar vaggan valt í látunum.

"on ne fait pas d'omelette sans casser des œufs" er þekktur frasi sem ég hef nokkrum sinnum séð í glæpómyndum: það er ekki hægt að gera eggjaköku án þess að brjóta eggin.