einkunn
Einkunn í hljóðfræði komin: 8,5.Kennarinn er svo mikill atvinnumaður að hann sendi okkur bréf með tölfræðilegum upplýsingum, það hef ég aldrei fengið áður.
Meðaleinkunn var eitthvað undir 7, 2 af 49 náðu ekki prófinu.
Þetta finnst mér frábært að fá að vita. Og til að svara kennaranum góða: Ég lenti ekki í neinu tímahraki, en fannst ég allt í einu vera á leið í að lenda í því þegar ég var að byrja að svara annarri valspurningunni, eftir að hafa svarað hinni. Sem betur fer áttaði ég mig á því á örfáum mínútum, líklega m.a. vegna þess ágæta verklags að setja tímaáætlun á spurningarnar, það finnst mér góð hugmynd.
Ég býst fastlega við að þau sem voru í virkilegu tímahraki, hafi verið þau sem treystu á að lesa sér til í prófinu sjálfu. Það segir sig sjálft að slíkt er vonlaust, þó maður hafi glósur og bækur þarf maður að vita hvað stendur í þeim áður en maður sest í tveggja tíma próftöku.
Lifið í friði.
<< Home