26.5.08

virkni

Einkunnin í faginu sem ég skildi aldrei fyrr en í sjálfum próflestrinum kom skemmtilega á óvart og er jafnhá einkunninni í hljóðfræði. Mér tókst sem sagt að fá 8,5 í Beygingar- og orðmyndunarfræði. Kannski ég slái til og fari í framhaldskúrs í þessu bráðskemmtilega fagi?

Hér skín sólin áfram þrátt fyrir sífellda rigningarspá. Rauða regnkápan grætur. Ljósa hárið lýsist.

Í dag er það Mýrin.

Á morgun plakataupphengingar.

Á miðvikudaginn ætla ég að reyna að komast í Hammam.

Á fimmtudaginn Mýrin og tónleikar um kvöldið:

Tónleikar fimmtudag 29. maí 2008:

Sólu fegri skært þú skín
Hljómeyki
undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar
Anna Tryggvadóttir selló
Kl. 20:00. Église Saint Jean, 147, rue de Grenelle (7e), M° La Tour Maubourg. Ókeypis inn, frjáls framlög.

Á föstudaginn held ég til Tours með kórnum.

Ég býst ekki við að vera mikið á blogginu þessa vikuna, þarf að vera hörkudugleg, ýmislegt sem ég á eftir að breyta og bæta á Parísardaman.com og svo þarf ég að lesa um Tours, það þýðir ekkert að fara með hóp á stað án þess að vita nokkuð af viti um hann. En ég er náttúrulega bloggfíkill svo þið megið ekki taka mark á svona yfirlýsingum. Þá eruð þið meðvirk. Það er víst gott að vera virkur en vont að vera meðvirkur.

Lifið í friði.