7.1.06

soffi

Ég er í sófadilemma. Rétt skriðin út úr flugvélinni og þarf að taka ákvörðun milli þess sem ég hamra misgáfulegar setningar um snyrtivörur á tölvuna. Það er fáránlegt hvað maður er þreyttur eftir ferðalag sem er ekki lengra en þetta og gekk svona líka skínandi vel. Maður er stjarfur. Næ varla að gleðjast með vinkonunum sem eru allar skyndilega farnar að þeysast um á framabrautum ýmsum. Það verður sko nóg að gera við að skála í kampavíni þegar ég lýk þýðingunni.
EN, áður en það allt saman gerist þarf ég að taka ákvörðun um það hvort ég vilji sófa sem er fallegur en ekki svefnsófi, nýlegur Ikea sófi, einn af þeim sem ég myndi velja mér sjálf og m.a.s. í litnum mínum. Málið er að ég ætla fljótlega að breyta öllu heimilinu og þá er skilyrði að stofusófinn sé svefnsófi. En svefnsófaskirflið sem við erum með núna er svo hrikalega ömurlegur að mig langar LANGAR svooo mikið til að henda honum út um gluggan núna í þessum rituðum orðum. Verst hvað ég er hrifin af runnunum hérna fyrir neðan. Ætli ég myndi ekki hlunka honum niður stigana með karlinum? Eða á ég að leyfa honum að vera og kaupa mér svefnsófa eftir einhvern tíma þegar ég hef ráð á því? Eða á ég að slá til og finna aðra lausn á gestagistingu? Eða á ég að hætta að hugsa um þetta? Eða hvað?
Æ hvað maður á það nú gott að eiga í svona dilemma en ekki einhverju ógeðfelldu sem skiptir alvöru máli. Ég er prinsessa.
Einu sinni var frænka mín með manni sem kallaður var Sófi. Hvað skyldi hafa orðið um hann?
Getraun: Hver er liturinn minn?

Lifið í friði.