26.1.06

öryggi í heimahúsum

Mér brá mikið við auglýsinguna frá Securitas sem var í Mogganum sem barst mér í hendur í gær. Þess vegna var ég mjög fegin að sjá þetta rætt hjá Dr. Gunna núna í morgun. Ég er honum fyllilega sammála og vona að sem flestir fyrirlíti svona lummulega herferð.
Þetta er svo sem alveg í stíl við annað í þessum brenglaða heimi okkar. Eins gott að við erum flest bara svo klár að sjá í gegnum þetta og halda áfram að lifa okkar dásamlega lífi ótrufluð af þessum trufluðu einstaklingum sem beita öllum brögðum til að ná okkur á sitt vald. Eins gott.

Lifið í friði.