23.1.06

brjóstsviði

Þegar ég var barn fannst mér brjóstsviði undarlegt orð. Svo varð ég ófrísk og aftur ófrísk og þá fékk ég að kynnast því hvernig brjóstsviði getur verið jafnógeðfelldur og mígrenikast eða tannverkur.
Í dag þjáist ég svolítið af brjóstsviða. Líklega get ég kennt um þriggja kvölda útstáelsi og tveimur þáttum úr 4. seríu 24 í gærkvöld. Djöfull varð ég hrædd maður!
Tapas-staðurinn á föstudagskvöld fer bráðum inn á netsíðuna. Eini gallinn við þann stað er að hann er dálítið dýr. Á minn mælikvarða. Borguðum 40 evrur á mann. Enginn desert en nóg af víni og bjórum og mat. Dásamlega góðum mat. Ég fæ vatn í munninn.
Ég ætlaði að blogga um eitthvað ákveðið, eftir bloggrúnt morgunsins, en ég get ómögulega munað hvað það var. Hvað var það?

Lifið í friði.