5.8.05

tenglaherferð

Ég er frekar svekkt út í bloggvini mína fyrir að setja parisardaman.com ekki í tenglalista sína. Nú er tækifærið fyrir alla til að bæta úr því.

Annars er kannski vert að geta þess að eftirlætishljómsveit mín er núna Roðlausir og beinlausir. Sérlega skemmtilegt fólk sem stendur að þeirri grúppu.

Veðurguðir leika við París þessa dagana. Hvorki of heitt né of kalt. Dásamleg borg... þið ráðið hvort þið takið mark á mér...

Lifið í friði.