26.6.05

heilagur andi

Ég skil að kaþólska kirkjan skilur hvers vegna það kæmi betur út markaðslega að hliðra aðeins reglunum og drífa Jóhannes Pál 2. heitinn í heilagra manna tölu meðan hann er enn á vinsældarlistum. Það er nefninlega hætt við því að eftir fimm ár fengi atburðurinn mun minna pláss í sjónvarpi og öðrum fjölmiðlum.
Þetta skil ég. Einföld markaðsprumpfræði.
En hvers vegna engu má hliðra eða hnika í sambandi við smokka, konur eða samkynhneigða, það skil ég ekki.
Angurvær svipurinn þegar þeir segjast bara því miður ekki geta boðað notkun smokksins, og að ekki sé mögulegt fyrir óbreytta að skilja hvers vegna veldur mér ógleði og mig kitlar í rassinn, svo mikið langar mig að sparka í sjónvarpið þegar ég horfi á þá. Skúrkar og viðbjóður. Í nafni föður, sonar og heilags anda.

Lifið í friði.