25.6.05

Ferðamálaráð Póllands í Frakklandi strikes back

Þetta heitir líklega að snúa vörn í sókn. Ég hafði ekki hugmynd um að Pólverjar hefðu húmor en alltaf lærir maður eitthvað nýtt. Fyrirsögnin er tengill í það sem ég er að tala um. Myndin talar sínu máli og tengist þetta umræðum um ódýra pólska pípulagingarmenn sem mikið var rætt um í tengslum við stjórnarskrá Evrópusambandsins.

Annars er það að frétta að dóttir mín er lent á Íslandi í rigningu og að ég var í aðalblaðinu í dag. Ferðabransinn er að glæðast hægt og rólega, sem hentar vel í hitanum. Hef fengið ljúft og gott fólk að hugsa um í vikunni. Það er gaman.

Lifið í friði.