14.3.05

íslensk á ný

Ég er orðin íslensk aftur þó ég hafi engan tíma til að blogga núna. Þessi tölvuheimur er svo undarlegur að ég á ekki orð yfir það. En skemmtilegur er hann og gaman að flakka um í honum þó maður sé oft dálítið týndur. Eins og að vafra um götur Parísar og uppgötva nýja staði og átta sig á því að oft er styttra að ganga en að taka lestirnar neðanjarðar. Gaman gaman.
En að börnin skuli ekki sofa: Ekki gaman.
Að ljúka við grein um París: Gaman.
Að eiga enga peninga: Reddast.
Að eiga frábæran kall og skemmtilega vini (þó margir þeirra séu allt of langt í burtu): Gaman.
Mest er því gaman og fæst ekki gaman.
Hætti núna.

Lifið í friði.