2.3.05

ís og áfengi

Ég vissi ekki að ís-ið í París væri sama ís-ið og í Íslandi.
Ég er alveg komin með nóg af þessum snjó sem hefur kyngt niður í allan dag. Börnin eru róleg núna þar sem ég læt vatn renna í vaskinum og þau leika þar með uppbrettar ermar og plastglös. Verst hvað ég er á móti því að láta vatn renna. Enn ein ástæða til að skipta um vask, tappinn heldur ekki vatni.

Ég hefði ekki trúað því fyrir nokkrum árum, en áfengi safnast upp á heimilinu og barinn er búinn að springa utan af sér allt skápapláss núna eftir að við tókum við heimilislausum flöskum úr flutningum Bryn og co. Maður er orðinn svo hrikalega lélegur í drykkjunni að það hálfa væri nóg. Sérstaklega er maður snarhættur að drekka þetta sterka, þolir það varla lengur. Já, það er af sem áður var. Það þurfti enga þurrkun í voginum, bara eignast börn sem vakna snemma og þurfa athygli. Og þroskast kannski?

Lifið í friði.