15.5.08

raflost

Kannski raflostið frá Tromsö nái að koma mér í gang?

Hér er eldhúsvifta sem hefði þurft að þrífa fyrir ári síðan, brunavarnarmálaráðstöfunaraðgerðarlega séð, gluggarnir eru líka ógagnsæir, rykið eftir framkvæmdirnar við götubreytingar liggur enn á bókum og inni í glerskápum eru öll smáborgaralegu glösin ónothæf og ekki beint fegrandi fyrir heimilið.

Hankinn á baðinu er enn skakkur, nýja hillan tekur allt of mikið pláss í stofunni, engir stólar hafa verið lakkaðir.

Og af hverju er ég að hafa áhyggjur af svona ómerkilegum hlutum? Jú, mamma og pabbi eru að koma á laugardaginn. Og þegar mamma og pabbi koma í heimsókn yfir hafið á allt að vera fullkomið. Það liggur í augum uppi.

Lifið í friði.