9.4.08

vanlíðan

Mér líður illa eftir ömurlegt samtal í morgun við konu sem segir að svona séu reglurnar en reglurnar sem hún vísar í minnast samt hvergi á það sem ég er að vandræðast með.
Mér líður illa yfir því hvað þetta þjóðfélag er að verða troðfullt af reglugerðum sem eru svo varla til nema í hausnum á öryggisvörðum með valdakomplexa og starfsfólki með yfirlætislega framkomu.
Í fyrrnefndri reglugerð er fyrsta reglan sú að gestir (sem greiða heimsóknina dýrum dómi) skulu sýna starfsfólki fyllstu kurteisi, við eigum að vera bljúg gagnvart yfirvaldinu, munið það.

Svo líður mér líka illa í maganum en hef ekki tíma til þess.

Og líka út af öðru sem ég get ekki nefnt hér.

En fyrst og fremst líður mér illa yfir því að stefna hraðbyri inn í púrítanískt þjóðfélag ofríkis lögreglu og yfirvalds.

Og reynið ekki að senda mér huggunarorð, ég er farin út og kem ekki heim fyrr en seint í kvöld. En ef þið eruð til í byltingu, látið mig þá vita.

Lifið í friði.