31.1.08

um dópið mitt

Þá eru fjórir klukkutímar eftir af janúar. Tæpum tveimur af þeim verður eytt með Jack Bauer og félögum hans í CTU. Það er sérdeilis ágæt leið til að drepa tímann.
En ég sá seint og um síðir að dópistalesendur vilja nöfn á dópinu mínu:
Við ákváðum að þar sem köstin eru ekki "nema" 2-3 í mánuði og ná yfirleitt ekki að taka mig frá vinnu, ætti ég ekki að hefja reglulega fyrirbyggjandi meðferð heldur frekar prófa að stjórna köstunum með réttum lyfjum.

Í fyrsta lagi fékk ég stíla sem stoppa ógleði: Vogalene 5mg (metopimazine)

Svo fékk ég lyf sem ég tók oft í menntó, sterkt bólgueyðandi: Naproxene sodique. Ég hætti að taka það þegar mér var tjáð að það væri mjög vanabindandi. Einu sinni hafði ég einmitt látið bíl snúa við í Hvalfjarðarbotni til að ná í lyfin í bæinn svo ég trúði þeirri sögu. Taugalæknirinn minn vildi ekki vera sammála þessu, sagði mér að hafa engar áhyggjur. Lyfið sem hún skrifaði upp á var einhvers konar útúrsnúningur, proxena eða eitthvað álíka, en í apótekinu var mér gefið samheitalyf sem ber sitt rétta nafn.
Ég tengi mígrenið að miklu leyti við vöðvabólgu, en veit ekki hvort vöðvabólgan kemur út af köstum eða öfugt.

Að lokum er það alvöru mígrenilyfið: Það heitir Relpax 40mg Hydrobromure d'élétriptan.
Þegar ég prófa það í fyrsta sinn veit ég hvort um alvöru mígreni er að ræða á ný (ég efast ekkert, en læknirinn gerir það líklega) því lyfið virkar eingöngu á mígreniköst.

Þetta var nú aldeilis gaman börnin góð. Alltaf svo rosalega gaman að tala um sjúkdómana sína og lyfin sín, eða hitt þó heldur. Líklega það sem mér leiðist mest í heiminum. Að minnsta kosti hátt á listanum.

Lifið í friði.