dregur til tíðinda
en ekki í kvöld heldur á morgundag skal að kveldi lofa sagði einhver, þessi var eiginlega svolítið mislukkaður því í öllu stressinu innihélt hann:
tveggja tíma bið eftir pípulagningarmanni sem lét ekki sjá sig, tuttugu mínútna töf í bílnum út af brunaliðinu án þess að nokkur eldur sæist, þá fögru sýn að sjá sjúkraflutningamenn koma með lík út úr blokk, á börum, vafið í teppi, yfirfulla verslunarmiðstöð, eru jólin á morgun eða hvað, litla skreppið varð ferlega erfitt, stress stress stress, ég er komin með ógeð á neyslusamfélaginu, já, hljómar frekar klisjukennt en það er nú samt meinið, ég er komin með ógeð á kaupandi fólki
ég sé töfalt, farin að sofa
En já, ég gleymdi: Börnin mín eru samt yndisleg. Þau björguðu því sem bjargað varð af þessum undarlega degi með uppátækjum, bröndurum, sögum og söngvum.
Lifið í friði.
<< Home