29.5.07

jiminn eini

segi á innsoginu frá því að það eru tónleikar sem heita reyndar ekki tónleikar heldur áheyrn, í Notre Dame á morgun.


Þetta átti að sjást á parisardaman.com fyrir mörgum dögum en eitthvað er netstjórinn í verkfalli. Kannski hann vilji bara hætta að vera bróðir minn?

Kvennakór Reykjavíkur í Notre Dame kl. 11-11.30 á morgun. Ókeypis inn.

Set þá líka hina auglýsinguna sem átti að vera komin inn líka:

Föstudaginn 1. júní, mun Guðný Einarsdóttir organisti, halda tónleika
í kirkju danska safnaðarins, Frederikskirken, 17, rue Lord Byron,
75008 Paris.

Tónleikarnir hefjast kl. 20 og er aðgangur ókeypis.

Á efnisskrá tónleikanna verða m.a. verk eftir Jehan Alain, Jean
Langlais, J.S. Bach og Matthias Weckmann.

Allir eru hjartanlega velkomnir!


Lifið í friði.