22.2.07

léttar spurningar

sem ég svaraði í gær og því er eitthvað af svörunum úrelt. Kemur frá Heiðu:

1. Það er dinglað hjá þér tvö að nóttu. Hver myndir þú vilja að það væri? Einhver af mínum góðu vinkonum með kampavínsflösku að vopni.

2. Yfirmaður þinn segir að hann muni veita þér launahækkun ef ..? Enginn yfirmaður, enginn undirmaður, bara ég.

3. Þú í hnotskurn? Kát angist.

4. Hefur þú séð draug? Nei en ég hef talið mig sjá draug.

5. Ánægður með líkama þinn? Mátulega.

6. Ég myndi flytja til Akureyrar ef...: mér byðist áhugaverð vinna og maðurinn minn gæti einbeitt sér að skrifum eða fengi líka góða vinnu, a.m.k. að hann þyrfti ekki að fara í skúringar vegna tungumálaörðugleika.

7. Staður sem þú hefur búið á og saknar: Breiðholtið hefur alltaf sinn sjarma í mínum huga og ég er þess fullviss um að það verður tískuhverfi þegar 101 hrynur af sínum stalli.

8. Vinna sem þú myndir aldrei starfa við, sama hvað þú fengir borgað: Ég hef þá trú að ef ég ákveð að gera sem best úr því sem ég hef er allt í allra besta lagi. Mig óar samt við tilhugsuninni um að vinna hjá MacDonalds og ekki vildi ég þurfa að stunda vændi eða sölu á fíkniefnum.

9. Hljómsveit sem þér fannst "cool" þegar þú varst 13: David Bowie var alltaf flottastur, Talking Heads voru smart, sem og íslensku pönkararnir og Egó náttúrulega, eða var ég þá tólf ára?

10. Þú vaknar upp eftir slæma martröð, í hvern myndir þú hringja? Emblu ef ég verð að hringja eitthvert, yfirleitt er mér nóg að hnippa í manninn minn og hann huggar mig.

11. Langar þér að eignast börn fyrir þrítugt? Ég eignaðist börnin mín eftir þrítugt.

12. Sterkasta minningin þín úr framhaldsskólanum: Þegar Guðni kjaftur tók mig á teppið og tilkynnti mér: Þér eruð róni.

13. Einhvern tímann verið ástfangin af maka vinar? Nei.

14. Mesta prakkastrik sem þú hefur gert í vinnunni? Í sjálfboðaliðastarfi sem við vinirnir tókum að okkur einn veturinn, settum við upp leikrit til að safna fyrir Afríkuferð fyrir börn af afrískum uppruna. Á lokasýningunni setti ég íslenskt brennivín í lyfjaflösku sem var vanalega fyllt af vatni og sem ein lítil viðkvæm frönsk leikkona tók gúlsopa af á sviðinu. Hún hélt að hún hefði ruglast á flöskum og að hún myndi kannski líða út af á miðri sýningu en tókst samt að halda andlitinu nokkuð vel og er enn á lífi í dag en biður mig aldrei um að gefa sér skot af brennivíni.

15. Hvorum foreldra þínum líkist þú meira, móðir eða föður? Ég er fullkomin blanda af þeim báðum.

16. Eitthvað sem þú hefur alltaf viljað læra að gera: Rennismíði, stangastökk, mósaík ó, svo margt...

17. Ennþá vinur fyrrverandi maka? Já, þannig lagað. En betri vinur fyrrverandi tengdamóður.

18. Hvar myndir þú vilja vera eftir 10 ár: Þess vegna á sama stað. En það væri gaman að hafa aðgang að smá svölum fyrir pastísdrykkju á góðum dögum.

19. Eitthvað sem þú lærðir um sjálfan þig á þessu ári(2006): Áreiðanlega, er maður ekki alltaf að þroskast?

20. Hvað langar þig í í afmælisgjöf? Besta gjöfin er heimsókn vina.

21. Nefndu þrjá hluti sem þú gerðir í dag? Passaði þrjú börn í viðbót við mín, skrifaði formlegt bréf út af kór sem er að leita að sal í París, fór í eina þá snöggustu sturtu sem sögur fara af (meðan börnin fimm léku sér frammi).

22. Það síðasta sem þú verslaðir fyrir þig? Skíðabuxurnar.

23. Er eitthvað hangandi undir baksýnisspegilnum í bílnum? Ekki lengur. Ég sakna bangsans sem kom frá fyrri eiganda, en dóttir mín kippti honum niður fyrir löngu síðan.

24. Hvað fékkstu þér í morgunmat? Kaffi og bygggraut með peru og banana.

25. Hver í kringum þig er með flestu húðflúrinn: Enginn hefur slegið honum Dominique við, en ég hef ekki hitt hann í tja, fimmtán ár. Margir með eitt lítið, man ekki eftir neinum með almennilegan áhuga á slíku í kringum mig núna.

26. Hvað sefur þú að jafnaði í marga klukkutíma á sólahring? Þarf helst 8 tíma, hvorki meira né minna.

27. Hefur þú einhvern tímann verið bundinn? Ég var bundin við sjúkraflutningamann í sjúkrabíl svo ég gæti haft fótinn ofan í fötu.

28. Hvað hefðir þú frekar vilja vera gera þessa stundina? Ég sé mig nú alveg í anda á kaffihúsi með vinkonunum.

29. Hvaða nafn kemur fyrir fremst í símaskránni þinni? Addý er og verður alltaf fremst, bæði í farsímanum og litlu adressubókinni minni.

30. Hvenær varstu síðast vitni af slagsmálum? Börnin slást svo til daglega, telst það með? Svona hræðileg annarra manna slagsmál... man ekki en ég sé slíkt sjaldnar í París en í Reykjavík, sem segir nú sitt um það sorabæli, he he he.

31. Hvaða áfenga drykk drakkstu þú síðast? Rauðvín.

32. Finnst þér gott að láta toga í háríð þitt? Já, mmm. Gott gegn höfuðverk.

33. Nefndu þrjá staði sem þú myndir vilja ferðast til: Bara þrjá??? Mig langar út um allt. New York, Sikiley (aftur), Kaíró.

34. Ertu góð/ur á skautum? Úff er á leiðinni að athuga það fljótlega. Hef þó aldrei kunnað neinar listir aðrar en að teikna áttu á svellið.

35. Hvað finnst þér um BRAD PITT? Ha? Þekki hann ekki. Sætur súkkulaðigaur sem ég hef enga skoðun á.

36. Hvaða litur er á táneglunum þínum? Get ekki verið með naglalakk, fæ innilokunarkennd.

37. Við hvern talaðir þú síðast við í síma? Cristelle.

38. Átt þú eitthvað með hauskúpu á? Ég býst við að hér sé verið að meina föt eða skraut, nei, svei mér þá ég man ekki eftir neinu.

39. Hefur þú ferðast mikið innanlands? Sæmilega, ekki klifið neitt af fjöllunum utan mislukkaða ferð á Fimmvörðuhálsinn en jeppinn hans pabba bar okkur á ýmsa markverða og vel falda staði á sínum tíma.

40. Síðasta mynd sem þú sást? Hm, hugsa svo fast að það rýkur úr hausnum. Sú sem ég sá í bíó síðast var Little Miss Sunshine (Ungfrú Sólskinsbros) en ég hef örugglega séð eitthvað síðan í vídeó sem ég bara man alls ekki hvað var.

41. Hvar varst þú þegar þú fékkst fyrsta kossinn? Á leikvelli í Breiðholtinu.

42. Síðasta spil sem þú spilaðir? Yatzy, við Arnaud spilum það reglulega.

43. Hefur þú fengið glóðarauga? Já, en ekki eftir barsmíðar, bara vegna minnar skertu rýmisgreindar.

44. Á hvaða videoleigu ferð þú helst? Enga en Arnaud fær lánaðar myndir á bókasafninu.

45. Hefur þú gengið í sokkabuxum? Já, er mjög mikið í sokkabuxum, allt frá 20 denum upp í þykkustu gerðir ullarbróka.

46. Þekkir þú einhvern sem er í fangelsi? Nei, ekki í augnablikinu. En ég hef þekkt menn í fangelsi, er það kúl?


Lifið í friði.