21.4.06

í dag

Í dag er ekki í fyrsta skipti sem ég dæsi yfir lestri fyrrverandi kennara og pirra mig á því að hann skuli einmitt vera fyrrverandi.

Í dag er ekki í fyrsta skipti sem ég hvæsi yfir lýsingum á meðferð gangandi vegfarenda í Reykjavík.

Bloggrúnturinn var fínn, mæli með Málbeini og Hirti Frjálsa.

Í dag mun ég í fyrsta skipti á þessu ári fara berfætt í sandölum að sækja Sólrúnu í skólann. Úlpur, húfur, treflar og vettlingar snarmisstu vinnuna við það að íslendingar fóru í kröfugöngu í gær. Og kannski höfðu bænirnar áhrif líka. Hér er a.m.k. 20 stig og glampandi sól. Ligga ligga lá. Hí á ykkur. Gefur augaleið reyndar að veðrið batni einmitt núna því mamma er að koma á morgun. Og þegar mamma fer í frí, skín sól á hana. Hvert sem hún fer í frí.

Lifið í friði.