1.12.05

kitl

Ég þarf mikið á því að halda að dreifa huganum einmitt núna. Getur maður sprungið úr stressi og áhyggjum? Er illt umtal óumflýjanlegt ef maður lætur bera örlítið á sér (til að bjarga sér)? Well. Ljúfa kitlaði mig fyrir viku síðan og ég hefði náttúrulega átt að hafa langan og góðan tíma til að hugsa eitthvað smart og smellið að segja en ég veit einungis eitt svar nú þegar.
Leyfum skemmtuninni að hefjast:

7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:
1. Sjá pýramídana í Egyptalandi.
2. Sjá Grand Canyon og Niagara fossana í BNA.
3. Skoða Louvre safnið almennilega "frá toppi til táar".
4. Kafa og helst að horfast í augu við hákarl þó ekki sé víst að ég þori þegar á reynir.
5. Leika í leikriti á sviði.
6. Eignast píanó og rifja upp spilamennskuna.
7. Vera duglegri að hjálpa minni máttar.

7 hlutir sem ég get:
1. Eldað góðan mat syngjandi.
2. Gengið lengi lengi lengi.
3. Skrifað áttatíu jólakort.
4. Skrifað ágætis íslensku.
5. Skrifað ágætis frönsku.
6. Sungið hástöfum úti á götu án þess að skammast mín.
7. Farið ein í bíó, út á bar og í ferðalag án þess að líða illa (þessu var nú stolið frá einhverjum öðrum bloggara en á afskaplega vel við mig).

7 hlutir sem ég get ekki:
1. Logið að mömmu minni eða leynt hana nokkrum sköpuðum hlut.
2. Verið reið út í fólk lengi.
3. Flísalagt veggi (hef aldrei prófað en mig óar við þeirri tilhugsun)
4. Lagt eða gert við raflagnir.
5. Spilað fótbolta.
6. Hlaupið í meira en þrjár sekúndur.
7. Sprautað sjálfa mig eða aðra.

7 hlutir sem heilla mig við hitt kynið:
1. Góður húmor.
2. Hlýjar hendur.
3. Hjartahlýja (og ekki búllsjitta með að 2 og 3 eigi ekki saman).
4. Gáfur.
5. Feitir bankareikningar.
6. Flottir bílar.
7. Fyrirgefið mér ég bara fann ekki fleiri en 4 atriði. Bara finnst fólk svo frábært hvernig sem það er.

7 frægir karlmenn sem heilla mig:
1. Alfred Hitchcock.
2. Serge Gainsbourg.
3. Megas.
4. Pálmi Gunnarsson.
5. Rock Hudson.
6. James Dean.
7. Johnny Depp (hélduð þið að ég myndi sleppa honum?)

7 orð eða setningar sem ég segi oftast:
1. Sólrún!
2. Kári!
3. Arnaud minn!
4. jesús maría jósef (með spænskum hreim, það kemur best út).
5. Þú ert að djóka.
6. Kræst.
7. Helvítis.
Pjúff hvað þetta var erfitt, tók mig lengsta tímann þó ég færi þessa auðveldu leið í byrjun.

7 manneskjur sem ég ætla að kitla:
1. Hanna litla
2. Farfuglinn
3. Magga best
4. Ásta Svavars
5. Bryngive
6. Eyja
7. Björn Friðgeir
Ég er alls ekki viss hvort einhverjir hafi ekki þegar verið kitlaðir en það verður þá að hafa það.

Ég vona að þetta komi ykkur að góðum notum í dagsins amstri. Þetta var ágætt, mér tókst að hætta að hugsa um ákveðið mál í smá tíma.

Lifið í friði.